Skólastarf hafið

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Þann 17. ágúst mættu nýnemar fullir eftirvæntingar í morgunverð með starfsfólki Menntaskóla Borgarfjarðar. Að loknu ávarpi skólameistara hittu nemendur umsjónarkennara sína sem kynntu skólastarfið fyrir þeim.  Menntaskóli Borgarfjarðar býður nemendur velkomna til starfa og óskar þeim velfarnaðar í námi og daglegu lífi.

Raddbeiting og raddvandamál

image1Í dag heimsótti Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeina- og raddfræðingur Menntaskóla Borgarfjarðar og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Það er mikilvægt fyrir kennara að beita rödd sinni rétt þannig að áheyrendur geti heyrt vel og greinilega auk þess sem nauðsynlegt er að hlustunarskilyrði séu fyrir hendi. “Sá sem notar rödd sína í atvinnuskyni er í raun og veru að leigja hana út sem þjónustutæki sem verður að standast ákveðnar gæðakröfur”. Kennarar þurfa að huga vel að rödd sinni, veita henni athygli og passa að skaða ekki rödd sína. Það er að mörgu að hyggja í þessum efnum. Valdís fór í gegnum mikilvægar æfingar fyrir kennara og sýndi hvernig þjálfa megi mikilvæga vöðva, en það eru ótal vöðvar sem eru mikilvægir fyrir málbein, málbönd, rödd, raddbeitingu og hljóm. Við þökkum Valdísi kærlega fyrir heimsóknina.

Haustönn 2016 – skólabyrjun

Miðvikudaginn 17. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið.

Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 16. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst fimmtudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema

Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 17. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.