Nemendur MB í heimsókn á Bifröst

20160519_123630Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar í lögfræði og hagfræði fóru í heimsókn á Bifröst til að skyggnast inn í líf háskólanema. Nemendur sátu málsvörn háskólanema sem er hluti af misserisverkefni fyrsta og annars árs nemenda á Bifröst. Verkefni sem nemendur MB sátu heitir: „Þarf að herða siðarreglur ráðherra sbr. hæfnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993?”. Virkilega áhugavert verkefni og þörf umræða sem nemendur MB höfðu bæði gagn og gaman af.

Nemendur í náttúruskoðun

File_008

Nú er farið að vora og nemendur að ókyrrast í skólastofunum. Þá bregða kennarar á það ráð að fara út með nemendur. Alls staðar getum við fundið efni til að vinna með og læra af.  Í morgun fór Þóra Árnadóttir raungreinakennari með hóp nemenda sem eru í líffræði hjá henni út í náttúruskoðun. Krakkarnir skoðuðu fugla, plöntur og fleira. Gróðurinn er farinn að taka við sér og til dæmis fannst sæhvönn í fjörunni og nemendur höfðu sérstaka ánægju af að fylgjast með brandöndinni í fuglasjónaukanum.

Vordagur í MB

22c537ca-6f74-4be9-bc57-889e41f9c637Í gær, þriðjudaginn 17. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst með ratleik kl. 12:40, síðan tók við loftboltaleikur í íþróttahúsi og deginum lauk með grilli í dásamlegu veðri í Skallagrímsgarði.