Jöfnunarstyrkur til náms – umsóknarfrestur til 15. okt.

IMG_0172Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá nemendur sem stunda nám fjarri heimilum sínum. Nemendur sem dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna náms eiga rétt á dvalarstyrk en nemendur sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla eiga rétt á akstursstyrk.

Nánari reglur um styrkina er að finna á vef LÍN www.lin.is og eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til að kynna sér þær.

Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2014 rennur út þann 15. október næstkomandi.

Nýnemadagur á miðvikudag

IMG_0980Nýnemadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi. Byrjað verður á sameiginlegum morgunverði og síðan verður kennt til hádegis. Þá hefjast hátíðahöld til heiðurs nýnemum og verður margt til skemmtunar sem ekki verður upplýst hér. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. Kennsla verður með hefðbundnum hætti síðdegis fyrir þá nemendur sem ekki taka þátt í nýnemadeginum.

Fundur með foreldrum nýnema

Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu
skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.