Jólaleyfi – lokun skrifstofu MB

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 22. desember til  5. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 eða samkvæmt stundaskrá.

 
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Góðir jólagestir

IMG_2386Í áfanganum FÉL3A06 hefur sú venja komist á nemendum gefst tækifæri til að hitta stjórnmálamenn. Fyrr á önninni var farið í vettvangsferð í Alþingishúsið þar sem nemendur ræddu við stjórnmálamenn en ekki tókst að hitta fulltrúa frá öllum flokkum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur vanið komu sína í skólann undanfarin ár og hann gerði enga undantekningu á því að þessu sinni. Þá kom Bjarki Þór Grönfeldt, fyrrum nemandi MB og fulltrúi UVG, Ungra vinstri grænna einnig í heimsóknina. Þeir ræddu við nemendur um fjölbreytt málefni sem brenna á nemendum, svo sem fjárlagafrumvarpið, náttúrupassann, menntamál og fleiri dægurmál. “Heimsóknir og samtöl við stjórnmálamenn eru mikilvægur hluti af áfanganum og í því að efla áhuga og þekkingu nemenda á stjórnmálum”, segir Ívar Örn Reynisson kennari.

Lið MB mætir liði FSu í fyrri umferð Gettu betur

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram  fer í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 12. janúar n.k.  Lið MB skipa þau Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Sandri Shabansson og Stefnir Ægir Stefánsson og varamaður er Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir.