Nýtt húsnæði nemendagarða við Brákarbraut 8

brakarbraut8Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð. Í hvorri íbúð eru tvö góð svefnherbergi. Gert er ráð fyrir að tveir nemendur geti verið saman í herbergi. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Leiguverð fyrir einstakling í tveggja manna herbergi er 30.000 kr og 25.000 kr fyrir minna herbergið. Í herbergjunum eru rúm, náttborð og fataskápar. Afnot af baðherbergi, eldhúsi og stofu eru sameiginleg. Nettenging er innifalin í verði. Skólinn hlutast til um að útvega fleiri herbergi ef þörf krefur.

Nemendur sem búa á nemendagörðum geta sótt um húsaleigubætur hjá því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili í. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknareyðublöð fyrir nemendur með lögheimili í Borgarbyggð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi. Húsaleigubætur geta numið allt að helmingi leiguupphæðar. Nemendur sem eiga lögheimili í meira en 30 km fjarlægð frá skóla eiga auk þess rétt á dvalarstyrk frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

Nýr skólameistari í MB

Nýr skólameistari hefur verið ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af hefur hún við Háskólann á Bifröst, verið þar umsjónarmaður með ýmsum námsbrautum og kennt svo það helsta sé nefnt.

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 24. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 6. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofa skólans er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið kolfinna@menntaborg.is  eða á aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is

Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386.