Brautskráning 5. júní

IMG_6961Föstudaginn 5. júní næstkomandi verður brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin verður á sal skólans og hefst kl. 11:00. Rúmlega 20 stúdentar munu útskrifast frá skólanum auk tveggja nemenda af starfsbraut. Allir velkomnir.

Ný stjórn Nemendafélags MB

0Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram í dag. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans og stjórnenda hans auk þess sem hún ber hita og þunga af fjölbreyttu félagslífi í skólanum. Sem dæmi um viðburði sem NMB hefur staðið fyrir árlega má nefna opin hús í nemendarými í kjallara skólans, nýnemaferð, söngkeppni, Lazer Tag mót, West Side sem er íþróttakeppni og sameiginlegt ball þriggja skóla á Vesturlandi, árshátíð og vordaga. Auk þess aðstoðar nemendafélagið við uppsetningu leiksýningar sem Leikfélag MB stendur fyrir ár hvert. Margir viðburðir NMB eru haldnir í tengslum við samstarf við aðra framhaldsskóla og á myndinni má sjá fulltrúa MB í söngkeppni framhaldsskóla 2014.

Krufningar

OLYMPUS DIGITAL CAMERANemendur í líffræði fengu nýlega það óvenjulega verkefni að kryfja tvær tófur sem voru skotnar  í landi Brennistaða í Flókadal. Krufning á læðunni leiddi í ljós 7 nær fullburða yrðlinga.  Verkefnið gaf nemendum góðar upplýsingar um líffærafræði spendýra. Þeir nemendur sem ekki treystu sér til að koma beint að krufningunni fengu að fylgjast með úr fjarlægð.