Vorferð nemenda

IMG_3160

Miðvikudaginn 27. apríl fóru nemendur MB í sína árlegu vorferð. Dagurinn var frábær í alla staði, 30 hress og kát ungmenni gerðu sér glaðan dag. Farið var í skautahöllina þar sem hópurinn sýndi listir sínar og naut sín vel. Miðbil ferðarinnar var notað  í Kringlunni þar sem smá búðarráp var stundað, fengið sér næringu og mannlífið skoðað. Að því loknu var brunað í Bláa lónið þar sem hópurinn tanaði, buslaði og hélt áfram að skoða mannlífið, bara gaman. Á heimleiðinni náði hópurinn göngunum fyrir lokun naumlega en það hafðist. Veronika skólafulltrúi og MB “mamman” fór með hópnum og vil koma þessum skilaboðum til hópsins: 

Takk fyrir frábæran dag þið sem komuð með – það er ekki erfitt verk að fara með nemendum MB í slíka ferð :) Þið eruð snillingar.

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Aðalfundur MB 2016

Fulltrúar sveitastjórnar í heimsókn

Hagfræði

Í vikunni komu fulltrúar sveitastjórnar í Borgarbyggð í heimsókn í hagfræðitíma og svöruðu krefjandi spurningum frá nemendum. Líflegar og skemmtilegar umræður sköpuðust. Það voru þau Geirlaug Jóhannsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson og Björn Bjarki Þorsteinsson sem gáfu sér tíma til að heimsækja nemendur og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Það er ómetanlegt að fá einstaklinga sem þessa inní skólann til að ræða við nemendur og veita þannig nemendum tækifæri á að koma sínum málefnum á framfæri.