Verkefnadagur og vetrarfrí 5. og 6. mars

Fimmtudaginn 5. mars er skólinn lokaður en hugsaður sem verkefnadagur nemenda, þar sem nemendur geta notað daginn til að vinna upp verkefni.  Föstudaginn 6. mars er svo vetrarfrí í skólanum.
Starfsfólk skólans er að fara í starfsendurmenntunarferð til Glasgow, fimmtudag til sunnudags og heimsækja þrjá skóla með það að markmiði að læra af starfsháttum annarra skóla og aðferðarfræði þeirra.

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2015

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1999 eða síðar) hefst miðvikudaginn 4. mars og lýkur föstudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá nánar á menntagatt.is

NFMB kallar eftir þátttakendum í söngkeppni framhaldsskólanna

0Stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar hvetur nú nemendur til að skrá sig til þátttöku í söngkeppni skólans en sigurvegari hennar verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Tveir kennarar hafa skorað á nemendur að sýna nú hvað í þeim býr og þeir lofa að taka lagið á keppniskvöldinu ef nemendur koma með tíu atriði í keppnina.

Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn Vífilsson báru sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags MB  á síðastliðnu ári. Úrsúla söng lagið Vor í Vaglaskógi og Valur lék undir á gítar.