Nýnemar mættir til starfa

Nýnemar mættu fullir eftirvæntingar í morgunverð með starfsfólki Menntaskóla Borgarfjarðar í morgun. Skólameistari bauð nýnema velkomna og talaði um þessi merku tímamót í lífi ungmennanna. Umsjónarkennarar hittu svo sína nemendur og fóru yfir helstu reglur skólans og kynntu skólastarfið fyrir nemendum. Fyrstu dagarnir munu fara í að kynnast þessu nýja umhverfi, læra á kennslukerfið og að setja sig í stellingar fyrir önnina. Við bjóðum nemendur velkomna til starfa og óskum þeim velfarnaðar í námi og daglegu lífi.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ljósmyndari: Þóra Árnadóttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ljósmyndari: Þóra Árnadóttir

Haustönn 2015 – skólabyrjun

Þriðjudaginn 18. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið.
Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 18. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst miðvikudaginn 19. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema
Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is

Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386