Nýnemadagur á miðvikudag

IMG_0980Nýnemadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi. Byrjað verður á sameiginlegum morgunverði og síðan verður kennt til hádegis. Þá hefjast hátíðahöld til heiðurs nýnemum og verður margt til skemmtunar sem ekki verður upplýst hér. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. Kennsla verður með hefðbundnum hætti síðdegis fyrir þá nemendur sem ekki taka þátt í nýnemadeginum.

Fundur með foreldrum nýnema

Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu
skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.

Haustönn 2014 – skólabyrjun

Þriðjudaginn 19. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað veður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 19. ágúst.
Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Nemendur í Búðardal athugið:  Afhending stundatöflu og annarra gagna til ykkar fer fram að Vesturbraut 12 kl. 08:20 miðvikudaginn 20. ágúst.  Umsjónarmaður námsins er Jenný Nilsson.

Skólastarf hefst miðvikudaginn 20. ágúst samkvæmt stundatöflu.