Ný ritnefnd Eglu tekur til starfa

ritstjorn_eglu_nRitnefnd 4. tölublaðs skólablaðsins Eglu hefur nú tekið til starfa. Óli Valur Pétursson er ritstjóri en með honum munu starfa Ingibjörg Melkorka Blöndal Ásgeirsdóttir, aðstoðarritstjóri, Helena Rós Helgadóttir, gjaldkeri, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, markaðsstjóri, Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, hönnuður og greinastjóri, Gróa Lísa Ómarsdóttir, meðstjórnandi og Gunnlaugur Yngvi Sigfússon, ljósmyndari. Áætlað er að blaðið komi út með vorinu.
Myndin er af ritstjórn síðasta tölublaðs og verður að duga þar til ný ritstjórn hefur setið fyrir á mynd.

Kynjahlutfall í fjölmiðlum skoðað í kynjafræði

Screen Shot 2015-03-24 at 11.28.38 AMÁ dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Sædís, Halldóra, Herdís, Helga, Guðrún, Harpa og Erla Björk fengu ýmsar áhugaverðar niðurstöður. Í athugunum þeirra kom fram að mikill kynjamunur er í fjölmiðlum. Karlar koma oftar fyrir í fréttagreinum og eru oftast í mun stærri og merkilegri fréttum en konur. Þó hefur hlutfall kvenna í fjölmiðlum vaxið með árunum. Einnig var skoðað hvað verður til þess að karl eða kona taki fyrir ákveðna frétt og virðist það svolítið fara eftir áhugamáli viðkomandi fréttamanns. Karlar sjá um bíla og viðskipti á meðan konur fjalla um mat og tísku.

Áhugavert er að engin kona er íþróttafréttamaður á fjölmiðlum en þó gæti það breyst fljótlega þar sem RÚV var með námskeið fyrir konur í íþróttafréttamennsku. Einnig voru bornir saman þættir á RÚV og Stöð 2 með tilliti til aðalhlutverka. Konur voru 10 færri en karlar og þeir voru í flestum tilvikum með stærri og burðarmeiri hlutverk en konurnar. Á myndinni má sjá súlurit sem sýnir fjölda og hlutfall karla og kvenna í fréttum Morgunblaðsins.

Angela og Elín Heiða tóku þátt í hæfileikakeppni

2015-03-19 20.35.46Angela Gonder og Elín Heiða Sigmarsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. fimmtudagskvöld. Þær fluttu lagið Undo sem Sanna Nielsen söng í Eurovision keppninni sl. ár fyrir Svíþjóð.  Starfsbrautir 15 skóla á landsvísu tóku þátt í keppninni.  Pollapönkarar ásamt Siggu Eyrúnu sem varð í öðru sæti í fyrra voru dómarar og spiluðu  tvö lög við mikla hrifningu allra viðstaddra.