Nám í alþjóðlegum menntaskóla

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi.  Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku.

Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri

Kennsludögum bætt við vegna verkfalls

IMG_0167Á fundi kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar var ákveðið að kenna samkvæmt stundaskrá dagana 14., 15. og 16. apríl (þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í dymbilviku) og fimmtudaginn 1. maí. Auk þess verður kennslustundum eins föstudags dreift á síðdegi í maí og verður það fyrirkomulag kynnt innan skamms. Með þessum hætti fá

Verkfalli lokið – kennsla hefst að nýju

Föstudaginn 4. apríl var undiritaður kjarasamningur KÍ/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar.  Kjarasamningurinn byggir á kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra sem var undirritaður sama dag.
Verkfalli hefur því verið frestað og kennsla hefst samkvæmtstundatöflu mánudaginn 7. apríl.  Fundur verður með kennurum og nemendum strax í upphafi vikunnar þar sem farið verður yfir skólastarfið framundan.
Skólameistari

Efnilegir hestamenn í MB

hopur2Árlegt framhaldsskólamót í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Mótið var haldið í nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum í Kópavogi. Af hálfu Menntaskóla Borgarfjarðar kepptu Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Sigrún Rós Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson. Mótið var gríðarlega sterkt og árangur liðs MB góður en Guðný Margrét hreppti