Vetrarfrí í MB

Vetrarfrí er í Menntaskóla Borgarfjarðar dagana 11. og 12. febrúar. Skólinn verður því lokaður þessa daga. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 15. febrúar 2016. Njótið vel.

Leikfélag MB (sv1) setur upp leikritið Benedikt búálf

12654269_853356371441102_2061912739314131358_n

Innritun á starfsbraut MB

Innritun nemendIMG_6964a á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun.

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.